Rangur toll­flokkur á pizza­osti reynist dýr­keyptur

Deila um skráningu á pizzaosti.
Deila um skráningu á pizzaosti.

Alþjóðatollastofnunin hefur komist að því að pizzaostur með viðbættri jurtaolíu hafi verið rangt flokkaður innan tollakerfis Íslands. Ekki er ljóst hvernig brugðist verður við ákvörðuninni hér innanlands en málið var borið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda.

Í tilkynningunni er saga málsins rekin, þar kemur fram að málið hafi hafist árið 2020 en miklar deilur hefðu skapast um tollaflokkun pizzuostar með viðbættri jurtaolíu. Hvort ætti hann heima í 4. kafla sem bæri  háa tolla eða 21. kafla sem bæri enga tolla. Bændasamtök Íslands og Mjólkursamsalan hafi þrýst á stjórnvöld að staðsetja ostinn innan 4. kafla en voru tollsérfræðingar Skattsins ósammála því og fjármálaráðuneytið sammála Skattinum.

Málið hafi á endanum verið rekið fyrir dómstólum og álits leitað hjá starfsmanni Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sá starfsmaður hafi í fyrstu talið að flokka ætti ostinn innan fjórða kafla en síðan dregið mat sitt til baka þar sem hann hefði ekki haft réttar upplýsingar um innihald vörunnar. FA segir fjármálaráðuneytið hafa byggt afstöðu sína á fyrri niðurstöðu starfsmanns Framkvæmdastjórnar ESB sem samt sem áður hafi ekki verið opinber afstaða ESB.

Upprunaleg flokkun hafi verið rétt

Tollflokkunin og deilur um hana varði hagsmuni innflutningsfyrirtækja en tekur FA sérstaklega fyrir dótturfélag Ölgerðarinnar, Danól. Danól hafi borist reikningur upp á meira en 200 milljónir króna frá Skattinum vegna þess að osturinn sem um ræðir hafi verið fluttur inn á röngu tollnúmeri. Þó tellji Alþjóðatollastofnunin þetta rangt hjá Skattinum og að varan hafi verið rétt flokkuð áður en breytingar voru gerðar, það er að segja, innan 4. kafla.

FA segir íslenska ríkið hafa leynt gögnum gagnvart sér og Danól. Þar að auki hafi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ekki haft öll nauðsynleg gögn undir höndum. Danól og FA hafi til að mynda ekki verið upplýst um formlega afstöðu ESB og Alþjóðatollastofnunarinnar að flokka ætti ostinn í 21. eða 19. kafla fyrr en seint og um síðir.

Í samtali við Rúv segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar málið vera mjög alvarlega ef rétt reynist. Mikilvægt sé að tollaframkvæmd sé rétt þar sem tollar varði milliríkjaviðskipti. 

Frekari upplýsingar um málið má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK