Annar banki fellur í Bandaríkjunum

Öll 86 útibú First Republic bankans í átta ríkjum Bandaríkjanna …
Öll 86 útibú First Republic bankans í átta ríkjum Bandaríkjanna verða að útibúum JPMorgan Chase. AFP/Patrick T. Fallon

Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum hafa lagt hald á eignir á First Republic Bank (FRB) í Kaliforníu en bankinn verður keyptur af JPMorgan Chase.

Um er að ræða næst stærsta gjaldþrot banka í sögu Bandaríkjanna.

Hlutabréf í FRB hafa verið í frjálsu fall síðan bankinn tilkynnti í síðustu viku að innlán bankans hafi minnkað um 100 milljarða bandaríkjadala (13.625 milljarða króna) á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Fjármálaeftirlitið í Kaliforníu gerði samning þess efnis að Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bandaríkjunum, FDIC, myndi taka við FRB og bankinn yrði strax í kjölfarið seldur JPMorgan Chase.

FDIC áætlar að það muni kosta um 13 milljarða dollara að mæta tapi First Republic.

Næst hæsta fallið

Tveir mánuðir eru síðan að Silicon Valley bankinn fór á hausinn en í mars keypti Svissneski bankinn UBS Credit Suisse, samkeppnisaðila sinn, en sá síðarnefndi var talinn vera á barmi gjaldþrots.

Eignir First Republic voru metnar á 233 milljarða dollara (31.746 milljarða króna) í loks mars sem gerir fall bankans það næst hæsta í sögu Bandaríkjanna – séu fjárfestingarbankar eins og Lehman bræður ekki teknir með.

Toppar það þó ekki gjaldþrot Washington Mutual bankans í fjármálakreppunni árið 2008.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK