Lækka verð á timbri um 10%

Árni segir ekki vanþörf á jákvæðum fréttum um þessar mundir.
Árni segir ekki vanþörf á jákvæðum fréttum um þessar mundir. M. FLOVENT

Húsasmiðjan hefur lækkað verð á timbri og pallaefni um 10%. Lækkunin kemur til viðbótar um 7%-10% lækkunum síðasta vor og sumar ásamt um 15% lækkun á stórum vöruflokkum fyrir áramótin.

Árni Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, segir um helstu ástæður að markaðsverð timburs á alþjóðlegum mörkuðum hafi lækkað að undanförnu. Minni eftirspurn í Evrópu, m.a. vegna áhrifa hárrar verðbólgu í álfunni er ein ástæða.

„Stefna okkar er að lækkanirnar skili sér beint til viðskiptavina. Við erum að losa sendingar á lægra verði en við höfum séð undanfarið og ákváðum að láta verðið taka gildi strax. Þetta á líka við um timbur sem við eigum nú þegar á lager,“ segir Árni.

Hann vonast til að verðlækkunin nýtist byggingaverktökum og öðrum í framkvæmdahug enda háannatími í byggingarframkvæmdum á sumrin.

1,2 milljarða króna hagnaður

„Síðasta sumar tilkynntum við um töluverða verðlækkun á timbri, allt að 10% af pallaefni og ákveðnum viðartegundum. Fyrir síðustu áramótum lækkuðum við burðarvið um 15% og núna er þessi flata 10% lækkun sem nær yfir allt timbur nema harðvið og lerki. Sem dæmi þá hefur burðarviðurinn nú lækkað um 30% frá því hann var dýrastur í fyrra.“

Rekstrarniðurstaða Húsasmiðjunnar á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins að sögn Árna. Hagnaður ársins var rúmir 1,2 milljarðar eftir tekjuskatt og tekjur 27,3 milljarðar sem er 14% vöxtur milli ára. „Við erum mjög sátt við árið. Við náðum þessum árangri þrátt fyrir miklar áskoranir í aðfangakeðjunni vegna stríðsins í Úkraínu og faraldursins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK