Þrjár ólíkar þáttaraðir á leiðinni

Sara D. Baldursdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Guðný Guðjónsdóttir og Kristófer …
Sara D. Baldursdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Guðný Guðjónsdóttir og Kristófer Dignus, stofnendur Kontents. Kristinn Magnússon

Kontent er nýtt framleiðslufyrirtæki sem vinnur um þessar mundir að gerð þriggja þáttaraða. Fyrirtækið var stofnað af þeim Jóni Gunnari Geirdal, Kristófer Dignusi, Guðnýju Guðjónsdóttur og Söru Djeddou Baldursdóttur.

Kristófer Dignus segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikil gróska sé í íslenskri sjónvarps- og kvikmyndagerð.

„Þetta er frábær tími til að vera í þessum bransa og þetta hefur farið hratt af stað hjá okkur þar sem við erum með þrjár nýjar íslenskar sjónvarpsþáttaseríur í bígerð.“

Seríurnar sem um ræðir nefnast Kennarastofan, 20 & eitthvað og Íslensk sakamál.

Áráttu- og þráhyggjuröskun

Kennarastofan fjallar um líf grunnskólastýru með áráttu- og þráhyggjuröskun, sem umturnast þegar hömlulaus tónlistarkennari mætir til starfa. Serían er rómantísk gamansaga og fjallar um ástir og örlög kennara. Með aðalhlutverk fara Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi.

20 & eitthvað er ný leikin gamansería þar sem fylgst er með fjórum einstaklingum á þrítugsaldri og þeim fylgt í gegnum þær áskoranir sem fylgja því að vera 20 & eitthvað.

Íslensk sakamál er heimildaþáttaröð þar sem Sigursteinn Másson rannsakar morð, glæpi og sakamál sem hafa átt sér stað hérlendis í gegnum tíðina.

Allar þáttaraðirnar verða frumsýndar á næsta ári. 

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK