Stýra fjármagni í græna vegferð ESB

Nýsamþykkt lög um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og …
Nýsamþykkt lög um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, sem eiga uppruna sinn í tveimur Evrópureglugerðum, munu hafa mikil áhrif á fjármálafyrritæki. AFP

Alþingi samþykkti í byrjun mánaðar ný lög er lúta að upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar sem taka gildi strax í næsta mánuði. Breytingarnar eru umtalsverðar og að líkindum víðtækari en mörg fyrirtæki gera sér í grein fyrir. Þrátt fyrir að löggjöfin taki einkum til stórra fyrirtækja og fjármálafyrirtækja, þá mun starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ekki fara varhluta af regluverkinu.

Fyrir utan regluverkið sjálft, er hér meðal annars stuðst við upplýsingar sem fram komu á fundi Samtaka atvinnulífsins (SA), Ársreikningaskrár, Deloitte og Landsvirkjunar sem fram fór í síðustu viku, auk ítarlegri upplýsinga frá Deloitte.

Koma í veg fyrir grænþvott

Regluverkið á rætur sínar að rekja til svokallaðs Græns sáttmála Evrópusambandsins (ESB), hvers markmið eru að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Græni sáttmálinn byggir aftur á Parísarsamkomulaginu sem skildar aðildarþjóðir til þess að vinna saman að því að halda hnattrænni hlýnun af mannavöldum innan 2°C marksins þar sem miðað ver við hitastig fyrir iðnvæðingu.

Regluverkinu er ekki aðeins ætlað að koma í veg fyrir grænþvott, heldur einnig að stýra fjármagni inn í sjálfbærnivegferðina og hafa þannig áhrif á sjálfbærar fjárfestingar þar sem fjármál fyrirtækja og sjálfbærni verða í reynd samofin með þeim hætti að fjárhagslegar ákvarðanir fyrirtækja og fjárfesta taki mið af sjálfbærni í framtíðinni.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK