Keyptu í raun 8% hlut í Marel

Árni Oddur Þórðarson.
Árni Oddur Þórðarson. Ljósmynd/Baldur K

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir að bandarísku fjárfestingasjóðirnir The Baupost Group og JNE Partners hafi í raun verið að kaupa 8% hlut í Marel þegar þeir tryggðu Eyri Invest, stærsta hluthafa fyrirtækisins, 26 milljarða fjármögnun undir lok síðasta árs.

Þetta kemur fram í viðtali við Árna Odd í nýjum þætti Dagmála sem birtist á mbl.is í morgun. Með kaupunum, sem raungerast að fjórum árum liðnum, fer eignarhlutur Eyris í Marel úr 25% í 17%.

Segir Árni Oddur að hin nýtilkomna fjármögnun hafi verið farsæl enda hafi aðstæður breyst hratt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í byrjun síðasta árs. Mikilvægt hafi verið að fá erlent fjármagn að borðinu. Ekki hafi verið skynsamlegt að sækja fjármagn til núverandi hluthafa.

„Ég sá þá nú ekki vera að kaupa hlutabréf Marel í fallandi markaði og þetta er skráð félag. Ég ætla ekki að líkja þessu saman en það eru bankar vestanhafs sem ákváðu að leita til hluthafa og voru gjaldþrota daginn eftir, þannig að þetta er afar viðkvæmt á erlendum markaði. Íslensku bankarnir höfðu ekki aðgang að erlendu fé á þessum tíma. Þeir voru fyrst núna að brjóta ísinn með útboði hjá Íslandsbanka á 420 punktum en Arion banki reið á vaðið örlítið lægra,“ segir Árni Oddur.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK