Segir bankana sýna ábyrgð

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bankarnir eru byrjaðir að undirbúa ýmsar leiðir til að koma til móts við fólk sem lendir í vandræðum með afborganir vegna hærri vaxta. Að því leytinu til munu þeir sýna samfélagslega ábyrgð eins og kallað er eftir, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag. Í viðtalinu er Birna meðal annars spurð út í umræðu um samfélagslega ábyrgð bankanna, sem er algeng meðal stjórnmálamanna.

„Það er ástæða fyrir því að Seðlabankinn hækkar vexti. Hann er að bregðast við breyttri stöðu og hárri verðbólgu, og hækkar vexti til að draga úr þenslu,“ segir Birna.

„Ef við eigum að sýna samfélagslega ábyrgð með því að fylgja ekki eftir ákvörðunum Seðlabankans, þá er umræðan á villigötum. Við sýnum samfélagslega ábyrgð með því að hjálpa því fólki sem lendir verst í þessu, sem við munum að sjálfsögðu gera. Það er þó engin samfélagsleg ábyrgð fólgin í því að fara á skjön við það sem Seðlabankinn er að gera. Ef við myndum ekki hækka vexti samhliða því sem Seðlabankinn segir til um værum við að vinna gegn markmiðum hans, og í því felst engin ábyrgð.“

Í viðtalinu ræðir Birna meðal annars um stöðuna í hagkerfinu, horfurnar fram undan og um endurkomu verðtryggðra lána sem hún telur varhugaverða.

Lesa má meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK