Hafna stjórnum eingöngu skipuðum körlum

Frá Ósló, höfuðborg Noregs.
Frá Ósló, höfuðborg Noregs. mbl.is/Atli Steinn

Norski olíusjóðurinn mun framvegis greiða atkvæði gegn tilnefningum í allar þær stjórnir japanskra fyrirtækja sem eru eingöngu skipaðar karlmönnum.

Háttsettur embættismaður sjóðsins greindi frá þessu.

Til að auka fjölbreytni og jafnrétti hafnar sjóðurinn, sem hefur að geyma rúmar 15 trilljónir norskra króna, nú þegar tilnefningum í stjórnir fyrirtækja í Evrópu og Norður-Ameríku sem ekki eru að minnsta kosti skipaðar tveimur konum.

Japan, þar sem karlmenn hafa verið með yfirráð um langa hríð í viðskiptalífinu, höfðu áður fengið tveggja ára aðlögunartíma af hendi sjóðsins.

„Þegar kemur að þróuðum mörkuðum vildum við ekki byrja að greiða atkvæði gegn fyrirtækjum í Japan vegna þess að þau voru svo langt á eftir að við hefðum í rauninni ráðist til atlögu gegn mjög mörgum fyrirtækjum,” sagði Carine Smith Ihenacho, embættismaður hjá sjóðnum.

Í lok síðasta árs átti sjóðurinn hluti í 1.533 japönskum fyrirtækjum, að virði 57 milljarða dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK