Íslendingar flykkjast í sólina í sumar

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forstöðumenn ferðaskrifstofa, sem ViðskiptaMogginn ræddi við, segja að Íslendingar bóki ferðir í sumar sem aldrei fyrr þrátt fyrir efnahagsástandið. Telja þeir fúlviðrið í maí eflaust hafa haft áhrif á ferðaþrá Íslendinga. Þeir segja lítið um afbókanir og að þær séu ekki fleiri en í venjulegu árferði.

Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar, segir ferðavenjur Íslendinga hafa breyst verulega eftir heimsfaraldurinn. Fólk bóki nú oft á tíðum ferðir á síðustu stundu.

„Við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá fólk bóka ferðir með meiri fyrirvara en verið hefur.“

Andrés Jónsson, forstöðumaður hjá Icelandair Vita, segir fólk almennt leyfa sér meira.

„Við sjáum að fólk bókar flottari ferðir, er til dæmis að fljúga á Saga Class og slíkt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK