Play tekur á móti nýrri þotu

Fyrsta farþegaflugsverkefni vélarinnar er í næstu viku.
Fyrsta farþegaflugsverkefni vélarinnar er í næstu viku. Ljósmynd/Airbus

Spánný Airbus vél bætist í dag við flota Play en forsvarsmenn félagsins eru staddir í Hamborg í Þýskalandi til að veita þotunni viðtöku. Áhöfn á vegum Play er einnig í borginni og ætlar hún að ferja vélina ásamt föruneyti til Íslands síðdegis. Fyrsta farþegaflugsverkefni vélarinnar verður þó ekki fyrr en í byrjun næstu viku og er förinni þá heitið til Tenerife.

„Móttakan á þessari vél á sér langan aðdraganda og við erum búin að vinna að því að fá hana í flotann í tæp tvö ár. Þetta er afar flókið ferli og samspil leigusala, framleiðandans, okkar og Samgöngustofu,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður félagsins, segir að Play verði á fullum afköstum í allt sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK