Samkeppnislögin taka tíma á hverjum degi

Hörður Gunnarsson segir að eigendur félagsins, sem eru tveir, treysti …
Hörður Gunnarsson segir að eigendur félagsins, sem eru tveir, treysti starfsmönnum. Kristinn Magnússon

Hörður Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Olíudreifingar, þarf að hafa vakandi auga á hverjum degi fyrir samkeppnislögunum.

„Fyrirtækið er stofnað með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það markar störfin á hverjum degi og maður þarf að hafa það í huga alltaf þegar ákvörðun er tekin. Það má ekki fara út fyrir ramma samkeppnislaga og ákvarðanir þurfa að vera teknar með yfirveguðum hætti. Þetta er eitt af því sem tekur tíma þinn á hverjum degi og gerir þig varfærnari í öllum ákvarðanatökum,“ segir Hörður sem er í viðtali við ViðskiptaMoggann.

Hörður segir að ekki megi heldur gleyma því að Olíudreifing sé í eigu tveggja góðra fyrirtækja sem séu í samkeppni. „Það getur flækt stöðuna í ákvarðanatöku. Mismunun er ekki í boði og trúnaður er það sem við lifum á. Um leið og upplýsingar lækju milli viðskiptavina yrði voðinn vís.“

Þá ertu varnarlaus

Aðspurður segir Hörður að ekki hafi blásið stórkostlega um starfsemina vegna þessa. „Við erum svo heppin að þau treysta okkur. Það er svo mikilvægt að bregðast ekki því trausti, því þá ertu varnarlaus.“

Um það hvort hann og hans fólk finni til ábyrgðar þegar kemur að umræðu um eldsneytisverð í landinu segir hann svo vera. „Já, maður gerir það. Það má sjá í því m.a. að Olíudreifing er enn með aura í gjaldskrá sinni, sem eru á útleið annars staðar. Það sýnir vel hvert hlutfall okkar er af endursöluverði. Þegar opinber gjöld eru helmingur útsöluverðsins þá styttist í því sem eftir er.“

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK