Sigurður Orri til Húsasmiðjunnar

Sigurður Orri Jónsson.
Sigurður Orri Jónsson.

Sigurður Orri Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Fagsölusvið hefur yfirumsjón með sölu -og þjónustu við byggingarverktaka og stærstu viðskiptavini Húsasmiðjunnar.

Sigurður kemur til Húsasmiðjunnar frá Eimskip þar sem hann hefur starfað sem forstöðumaður útflutningsdeildar og stórflutninga. Árin 2015-2017 var Sigurður framkvæmdastjóri sölusviðs Skeljungs og árin 2006-2015 forstöðumaður Eimskip í Danmörku þar sem hann sá um rekstur og leiddi sölustarf.

Hann er með MBA gráðu í flutningafræðum frá viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, meistaragráðu í viðskiptahagfræði frá Háskólanum í Álaborg og BS í viðskiptafræði frá sama skóla.

„Við hlökkum til að fá Sigurð í hópinn og styrkir hann Húsasmiðjuliðið enn frekar með reynslu sinni og þekkingu. Hlutverk Sigurðar verður að skerpa enn frekar sölustarf til stærstu viðskiptavina og taka þátt í að grípa þau spennandi tækifæri sem eru til frekari vaxtar á fagsölusviði,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK