Stýrivextir nái hámarki í 9,5%

Greining bankans spáir því að hagvöxtur mælist 3,1% á þessu …
Greining bankans spáir því að hagvöxtur mælist 3,1% á þessu ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka 2023-2025 spáir að stýrivextir muni ná hámarki í 9,5% síðar á þessu ári. Hægfara vaxtalækkunarferli gæti hafist snemma árs 2024.

Greining bankans spáir því að hagvöxtur mælist 3,1% á þessu ári, en á síðasta ári var hann 6,4%. 

Útflutningsvöxtur vegur þyngst í hagvextinum í ár, en hlutur innlendrar eftirspurnar í vextinum minnkar verulega miðað við síðustu tvö ár.

Samkvæmt spánni er von á 2,4% hagvexti á næsta ári og 2,8% vexti árið 2025. 

Krónan 8% sterkari í ársbyrjun 2023

Þá er útlit er fyrir bata í utanríkisviðskiptum þegar líða tekur á spátímann eftir umtalsverðan viðskiptahalla síðustu ár. Hagfelldari utanríkisviðskipti ásamt fleirum þáttum auka líkur á styrkingu krónu þegar frá líður.

Í spánni er gert ráð fyrir að krónan verði um það bil 8% sterkari í lok spátímans en hún var í ársbyrjun 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK