Snæland er kominn í Hádegismóa

Nýbygging Snælands Grímssonar ehf.
Nýbygging Snælands Grímssonar ehf. mbl.is/Eyþór

Starfsemi ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland Grímsson ehf. er nú öll undir einu þaki í nýrri byggingu í Hádegismóum 6 í Reykjavík. Flotastöð og bílaverkstæði fyrirtækisins voru flutt á þennan nýja stað haustið 2018 og eru þar í 1.100 fermetra byggingu. Skrifstofuhúsnæði félagsins er í ámóta stóru plássi í þriggja hæða húsi, sem var tekin í notkun nú í maímánuði.

„Þetta er húsnæði sem hentar afar vel, enda bókstaflega byggt utan um óskir okkar. Aðstaðan hér skapar marga möguleika,” segir Hallgrímur Lárusson framkvæmdastjóri.

Hallgrímur (til vinstri) og Hlynur Lárussynir, eigendur Snælands Grímssonar.
Hallgrímur (til vinstri) og Hlynur Lárussynir, eigendur Snælands Grímssonar. mbl.is/Eyþór

Frá árinu 1945

Snæland Grímsson ehf. er gamalgróið fyrirtæki með langa sögu, sem nær aftur til ársins 1945. Á því herrans ári stofnuðu þau Sigurður Snæland Grímsson og Gíslína Valdimarsdóttir fyrirtækið og ráku lengi með fjölskyldu sinni. Síðar tók sonur þeirra hjóna, Lárus Þórir, við keflinu. Núverandi eigendur og stjórnendur eru synir Lárusar: Hallgrímur, sem fyrr er nefndur, og Hlynur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK