Stefán E. Stefánsson
„Það virðast vera mjög skiptar skoðanir um þetta innan bankans. Ásgeir Jónsson hefur verið býsna skýr með að þetta skipti miklu máli, að koma lánamarkaðnum og sér í lagi íbúðalánamarkaðnum yfir og gera það að grunnákvörðun heimilanna að taka óverðtryggð lán [...]“
Þessum orðum fer Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka um þá stöðu sem komin er upp í kjölfar þess að Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnti svokallaða rammagrein í nýútgefnu riti, Peningamálum, þar sem starfsmenn bankans komast að þeirri niðurstöðu að það skipti litlu sem engu máli upp á miðlun peningastefnunnar hvort heimilin í landinu séu þungvigtuð í óverðtryggðum eða verðtryggðum lánum.
Jón Bjarki er gestur Dagmála og er þar spurður frekar út í þessi ummæli sín og því varpað fram hvort nokkur ástæða sé til að ætla að þessi niðurstaða, eða rannsókn, hafi verið birt í óþökk seðlabankastjóra segir Jón Bjarki einfaldlega: „Ja, maður spyr sig. Ég veit svo sem ekki hvernig kaupin gerast á eyrinni þar en mér fannst þetta svolítið hafa verið til innanhússbrúks,“ og bætir því við að Þórarinn og ýmsir sem hafi lengi starfað á vettvangi bankans hafi afdráttarlaust talað fyrir verðtryggingunni.
Viðtalið við Jón Bjarka má heyra og sjá í heild sinni hér: