Starfsleyfi NOVIS afturkallað

NOVIS er nú óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi.
NOVIS er nú óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seðlabanki Slóvakíu hefur afturkallað starfsleyfi líftryggingafélagsins NOVIS Insurance Company.

Frá þessu er greint á vef Seðlabanka Íslands.

NOVIS hóf starfsemi árið 2014 í Slóvakíu og lýtur eftirliti Seðlabanka Slóvakíu. Auk starfsemi í heimaríkinu, hefur NOVIS selt vátryggingaafurðir í gegnum útibú í Austurríki, Tékklandi og Þýskalandi og án starfsstöðvar í Finnlandi, Litháen, Póllandi, Svíþjóð, Ungverjalandi, á Ítalíu, og Íslandi þar sem vátryggingamiðlunin Tryggingar og ráðgjöf hefur haft tryggingar fyrirtækisins til sölu.

Í frétt Morgunblaðsins frá árinu 2019 kom fram að fjármálaeftirlitið á Íslandi hafi vakið athygli á að fjármálaeftirlit Ungverjalands (Seðlabanki) hafi tímabundið stöðvað, þann 4. júlí sama ár, nýsölu á söfnunarlíftryggingum félagsins.

Tók gildi 5. júní

Í frétt Seðlabanka Íslands segir að ákvörðunin hafi tekið gildi 5. júní 2023 og frá þeim degi sé NOVIS óheimilt að stunda vátryggingastarfsemi, að undanskilinni þeirri starfsemi sem nauðsynleg er til þess að framfylgja kröfum félagsins og gera upp skuldbindingar þess. Í þessu felst að NOVIS er óheimilt að stofna til nýrra samninga samkvæmt fréttinni.

Einnig segir að Seðlabanki Íslands fylgist með framvindu mála og muni birta upplýsingar á heimasíðu sinni jafnóðum og þær berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK