Vandræði við að skipta norskum seðlum

Erfitt hefur reynst að skipta norskum seðlum erlendis.
Erfitt hefur reynst að skipta norskum seðlum erlendis. Ljósmynd/Colourbox

Seðlabanki Noregs hvetur Norðmenn sem hyggja á utanlandsferð að skipta gjaldeyri fyrir brottför eða nota kort eða aðrar rafrænar greiðsluleiðir í ferðinni sjálfri. Ástæðan er sú að erfitt hefur reynst að skipta norskum seðlum erlendis.

Seðlabankanum hafa borist upplýsingar um að sumir bankar í Noregi séu orðnir strangari hvað varðar kaup á norskum seðlum að utan vegna reglna um peningaþvætti.

Erlendir bankar og gjaldeyrisskrifstofur hafi því sum hætt að taka við norskum seðlum. Viðskiptamiðillinn E24 greinir frá.

Vandræði með danska og sænska seðla

Þá hefur einnig reynst erfitt að skipta dönskum og sænskum seðlum utan Skandinavíu. Seðlabanki Svíþjóðar varaði fyrr í vikunni við vandræðum við að skipta sænskum seðlum erlendis.

Báðir bankarnir vinna nú að því að afla frekari upplýsinga um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK