Hætti vegna átaka um eignarhald Sýnar

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn, hefur sagt starfi sínu …
Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Sýn, hefur sagt starfi sínu lausu. mlb.is/Kristinn Magnússon

Þórhallur Gunnarsson óskaði eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar vegna átaka um eignarhald í Sýn sem leiddu til breytinga í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í færslu sem Þórhallur birti á Facebook-síðu sinni í kjölfar þess að starfslokin voru tilkynnt í dag.

Í haust voru átök um eignarhald í Sýn sem leiddu til breytinga á stjórn félagsins. Þessu umskipti fengu mig til þess að hugsa hvort ég ætti ekki að huga að mínum eigin starfslokum hjá fyrirtækinu,“ segir í færslu Þórhalls.

Beið með ákvörðunina

Hann segir að hann hafi beðið með ákvörðunina þangað til núna þar sem honum fannst ekki rétt að hætta á miðjum vetri. Hann bætir við að erfitt sé að slíta sig frá því magnaða fólki sem vinnur á fjölmiðlum Sýnar.

„Núna er að mínu mati rétti tímapunkturinn og tilkynnti ég forstjóra félagsins ákvörðun mína í dag. Ég hverf þó ekki strax á braut heldur verð til ráðgjafar hjá fjölmiðlunum næstu mánuði.“

Í færslunni lýsir Þórhallur að auki því þakklæti sem hann finnur fyrir gagnvart samstarfsfólki sínu. Hann ítrekar að auki að hann hugsi til samstarfsfólks síns í fjölmiðlum með hlýju og þakklæti.

„Það skiptir engu hvar borið er niður, hvort sem er á Stöð 2, Stöð 2 Sport, Fréttastofu, Vísi, útvarpi, auglýsingadeild, markaðsdeild, framleiðsludeild, dagskrárdeild, vöruþróun eða tæknideildum. .… Allt þetta einstaka fólk starfar af einskærri fagmennsku og ástríðu fyrir fjölmiðlum fyrirtækisins og hefur sýnt ótrúlega samheldni hvort heldur í meðbyr eða andstreymi.“

Facebook-færslu Þórhalls má lesa í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK