Þórhallur hættir á Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur tilkynnt um starfslok sín hjá Sýn.
Þórhallur Gunnarsson hefur tilkynnt um starfslok sín hjá Sýn. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyrirtækinu. Hann hefur starfað hjá félaginu í fjögur ár, en greint verður frá framtíðar skipulagi fjölmiðla félagsins þegar það mun liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn til Kauphallarinnar.

Í tilkynningunni segir jafnframt að Þórhallur muni verða í ráðgjafahlutverki fyrir félagið næstu mánuði. Er honum jafnframt þakkað fyrir framlag sitt við umbreytingu á fjölmiðlastarfsemi félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK