Toppur verður Bonaqua

Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, …
Toppur verður Bonaqua. Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, kveðst spennt fyrir breytingunni. Samsett mynd

Rótgróni vatnsdrykkurinn Toppur mun framvegis kallast Bonaqua. Í tilkynningu frá framleiðanda drykkjarins, Coca-Cola European Partners á Íslandi, segir að engin breyting verði á bragði hans eða bragðtegundum á markaði.

Þá segir að nafnabreytingin sé liður í stefnu alþjóðlegu Coca-Cola-samsteypunnar, eiganda vörumerkisins, um að leggja áherslu á færri en sterkari vörumerki á alþjóðavísu.

Búast megi við nýjungum

Drykkurinn verður áfram framleiddur í plastflöskum í Reykjavík í 100% endurunnu plasti, eins og segir í tilkynningu.

Haft er eftir Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra Coca-Cola á Íslandi, í tilkynningunni að Bonaqua sé eitt af stærstu vörumerkjum Coca-Cola á heimsvísu í vatnsdrykkjum og fáist á 30 markaðssvæðum.

Þannig sé breytingin mjög spennandi og að íslenskir neytendur megi búast við fleiri nýjungum, eins og nágrannaþjóðir okkar eigi að venjast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK