Fjölgar óvenju mikið í Landsbankanum

Landsbankinn hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum.
Landsbankinn hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum. Samsett mynd

Viðskiptavinum Landsbankans hefur fjölgað óvenju mikið á síðustu dögum og bankanum hefur einnig borist talsverður fjöldi af fyrirspurnum um flutning á viðskiptum.

Þetta staðfestir Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum hjá Landsbankanum, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands(FME) birti á mánudag skýrslu um sölu Íslandsbanka á 22,5% hlut ríkisins í bankanum. Í henni er varpað ljósi á brot Íslandsbanka við söluna. Var bankinn sektaður um tæplega 1,2 milljarða króna.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK