Allir vildu bombur

Vanillu- og Lakkrísbombuplöturnar seljast gríðarlega vel en Bananabombuplöturnar minna.
Vanillu- og Lakkrísbombuplöturnar seljast gríðarlega vel en Bananabombuplöturnar minna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sælgætisgerðin Freyja hefur komið með látum inn á súkkulaðiplötumarkaðinn á síðustu misserum með hinum geysivinsælu Bombu-, Freyjukaramellu- og Djúpum súkkulaðiplötum. Pétur Thor Gunnarsson framkvæmdastjóri Freyju segir um tilurð Bombusúkkulaðiplötunnar að Vanillubombur hafi lengi verið vinsælar. Um árabil hafi þær bæði verið fáanlegar í pokum og í nammibörum stórmarkaða.

„Sala í nammibörum var alltaf sterk en pokarnir voru orðnir gamaldags og við tókum þá tímabundið úr sölu. Þegar faraldurinn brast á lokuðu nammibarirnir en allir vildu Bomburnar áfram. Við fórum út í endurhönnun og settum nýja poka á markað í uppfærðum 150 g umbúðum sem fóru frábærlega af stað. Fljótlega fylgdu pokar af Lakkrísbombum og Bananabombum.

Við gengum svo skrefinu lengra fyrir 2-3 árum og bjuggum til litlar Bombuperlur sem við settum í 100 g súkkulaðiplötur. Þar með varð Bombuplatan til. Í framhaldinu kom Lakkrísbombuplatan og Bananabombuplatan. Þetta markaði í raun endurkomu okkar inn á súkkulaðiplötumarkaðinn,“ útskýrir Pétur.

Valencia fór af markaði

Lengi vel fram að þessu hafði Freyja verið lítt áberandi í súkkulaðiplötuflórunni, eða allt síðan Valencia súkkulaðið var tekið af markaði vegna minnkandi sölu. Pétur segir að Vanillu- og Lakkrísbombuplötur seljist gríðarlega vel, en Banabombuplatan minna. „Við notum svo sömu tækni til að búa til Freyju karamellusúkkulaðiplötu þar sem við völsum niður Freyju karamellur og setjum í súkkulaðið. Þetta er ný upplifun, íslensk heimatilbúin toffí karamella í súkkulaði. Þær eru ólíkar öðru súkkulaði á markaðnum og mjög skemmtilegar.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK