Breytingar gerðar á stjórn Íslandsbanka

Íslandsbanki í Smáranum.
Íslandsbanki í Smáranum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka og stjórn Bankasýslu ríkisins hafa tilnefnt sjö einstaklinga til stjórnarsetu í bankanum og tvo í varastjórn. Stjórnarkjör mun fara fram á hluthafafundi bankans sem haldinn verður föstudaginn 28. júlí næstkomandi.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Hvorki Finnur Árnason, núverandi stjórnarformaður bankans, né Ari Daníelsson, stjórnarmaður, eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá er Guðrún Þorgeirsdóttir ekki tilnefnd til áframhaldandi stjórnarsetu en hún á sæti í stjórn bankans.

Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en þeir eru:

  • Anna Þórðardóttir, stjórnarmaður
  • Agnar Tómas Möller, stjórnarmaður
  • Haukur Örn Birgisson, stjórnarmaður
  • Herdís Gunnarsdóttir, varastjórn

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hefur tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka:

  • Linda Jónsdóttir, stjórnarmaður
  • Frosti Ólafsson, stjórnarmaður
  • Stefán Pétursson, stjórnarmaður
  • Valgerður Skúladóttir, stjórnarmaður
  • Páll Grétar Steingrímsson, varastjórn

Þá leggur tilnefningarnefnd, í samráði við stjórn Bankasýslu ríkisins, til að Linda Jónsdóttir verði kjörin formaður stjórnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK