Hluthafar hugsi yfir starfi stjórnarformanns Íslandsbanka

Meirihlut stjórnar Íslandsbanka var endurnýjaður á hluthafafundi bankans í gærmorgun.
Meirihlut stjórnar Íslandsbanka var endurnýjaður á hluthafafundi bankans í gærmorgun. Kristinn Magnússon

„Ég lít á þetta sem átaks­verk­efni,“ sagði Linda Jónsdóttir, nýkjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka, í samtali við mbl.is eftir hluthafafund bankans sem fram fór í gær.

Linda er sem kunnugt er framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel og því fyrir í krefjandi starfi hjá alþjóðlegu fyrirtæki.

Enginn af viðmælendum Morgunblaðsins á hluthafafundinum í gær hafði efasemdir um getu og hæfileika Lindu til að sinna hlutverki stjórnarformanns Íslandsbanka. Aftur á móti voru margir hugsi yfir því hvernig það fer saman við starf hennar hjá Marel, þá í ljósi þess að rekstur Marels hefur gengið erfiðlega sl. tvö ár og vitað er að starf stjórnarformanns í Íslandsbanka er tímafrekt starf.

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðs hjá Marel og nýr …
Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðs hjá Marel og nýr stjórnarformaður Íslandsbanka. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Það endurspeglaðist að hluta til í niðurstöðu kosninga til stjórnar, þar sem Linda hlaut næstfæst þeirra atkvæða sem skiluðu stjórnarsæti, um 7% greiddra atkvæða á fundinum.

Nánar er fjallað um hluthafafundinn og nýja stjórn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK