Berlin flutt úr gömlu bensínstöðinni

Jón Óli Ólafsson og Ólafur Bæring Jónsson í Berlin.
Jón Óli Ólafsson og Ólafur Bæring Jónsson í Berlin. Ljósmynd/Bent Marinósson

Reiðhjólaverzlunin Berlin flutti í dag í nýtt húsnæði við Háaleitisbraut 58-60. Af því tilefni var haldin opnunarhátíð þar sem gestum bauðst meðal annars að hjóla á gömlu þrekhjóli frá áttunda áratugnum.

Í tilkynningu kemur fram að alls 33 gestir hjóluðu samtals 13 km á fjórum klukkustundum og því líkur á að nýtt Íslandsmet á þrekhjóli hafi verið sett. Allir sem komu og tóku þátt í þrekhjólametinu fóru í pott og eiga möguleika á að vinna Ladies Classic vintage reiðhjól. 

Marín Sif Jónsdóttir tók á því á þrekhjólinu og Rakel …
Marín Sif Jónsdóttir tók á því á þrekhjólinu og Rakel Ýr Jónsdóttir mældi tímann í símanum. Þrekhjólið er frá áttunda áratugnum. Ljósmynd/Bent Marinósson

„Húsnæðið í gömlu bensínstöðinni á Háaleitisbrautinni var orðið of lítið fyrir okkur og þótt að sú staðsetning hafi verið skemmtileg þá erum við að fara stutt frá í enn betra og stærra húsnæði. Það hefur verið mjög mikið að gera hér hjá okkur enda er hjólamenning Íslendinga alltaf að eflast og aukast og sífellt fleiri að eignast reið- og rafmagnshjól til að nota sem samgöngumáta,“ er haft eftir Jóni Óla Ólafssyni, eiganda Berlinar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK