Hægt að leigja búnað til gíslatöku gagna

Bandaríski netöryggissérfræðingurinn Chris Cochran vill fræða fólk fremur en hræða …
Bandaríski netöryggissérfræðingurinn Chris Cochran vill fræða fólk fremur en hræða það. Árni Sæberg

Bandaríski netöryggissérfræðingurinn Chris Cochran segir að hættur sem leynst geta innan tölvupósts starfsfólks (e. Business Email Compromise) sé ein mest vaxandi ógnin í netöryggismálum fyrirtækja í heiminum í dag. Einnig stafi mikil hætta af netglæpamönnum sem taki gögn í gíslingu og heimti fyrir þau lausnargjald.

Cochran segir að mörg glæpasamtök sérhæfi sig í slíkri gíslatöku. Þar sé hreinlega um fullmótuð fyrirtæki að ræða með mannauðsdeildir, þjónustuborð og aðra hefðbundna starfsemi. „Þessi fyrirtæki útvega gíslatökubúnað til glæpamanna. Þeir geta leigt hann til að taka tölvur og gögn í gíslingu og heimta fyrir þau himinhátt lausnargjald.“

Talaði á haustráðstefnu

Chochran hélt erindi á haustráðstefnu upplýsingatæknifyrirtækisins Advania í síðustu viku og bar erindi hans yfirskriftina Cybercrime and How to Handle it the EASY Way, eða Hvernig höndla má netglæpi á auðveldan hátt, í lauslegri íslenskri snörun.

Cochran segir í samtali við Morgunblaðið að netglæpir fari stöðugt vaxandi. Hann vilji þó ekki hræða fólk heldur fræða það.

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK