Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON

Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON.
Hjálmar Helgi tekur við nýju sviði hjá ON. Ljósmynd/ON

Hjálmar Helgi Rögnvaldsson mun taka við nýju sviði viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar. Hjálmar, sem hefur starfað hjá ON í níu ár, kemur inn í framkvæmdastjórn félagsins.

Sviðið mun sinna orkumiðlun, orkukaupum, samningum við stórnotendur, öflun nýrra viðskiptatækifæra á stórnotendamarkaði, uppbyggingu Jarðhitagarðs ON og hinum ýmsu greiningum á raforkumarkaði, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

„Þetta brýnir okkur enn frekar í þeirri vegferð sem við höfum verið á enda mikið af tækifærum sem þarna felast. Eitt þeirra felst í uppbyggingu Jarðhitagarðs ON. Um þessar mundir standa yfir miklar framkvæmdir hjá Climeworks í garðinum en auk þess er metnaðarfull vinna við framtíðarstefnumótun garðsins í fullum gangi. Það eru því vissulega spennandi tímar framundan hjá Orku náttúrunnar,“ er haft eftir Hjálmari Helga í tilkynningunni.

Þar segir einnig að auk þessara breytinga hafi í vikunni verið auglýst í starf markaðsstjóra ON.

„Þetta endurspeglar þær áherslubreytingar sem eru að verða hjá fyrirtækinu þar sem við viljum einblína meira á vörumerkið okkar og þau verkefni sem heyra undir hið nýja svið

Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar. Ég er sannfærður um að breytingarnar munu hjálpa okkur enn frekar í að vaxa og halda betur fókus í þeim krefjandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Árna Hrannari Haraldssyni framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK