Nýir framkvæmdastjórar hjá Ekrunni og Emmessís

Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar. Kristján Geir …
Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar. Kristján Geir Gunnarsson er nýr framkvæmdastjóri Emmessíss.

Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn heildsölufyrirtækisins 1912.

Hildur Erla Björgvinsdóttir, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Emmessíss, færir sig um set innan samstæðunnar og hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Kristján Geir Gunnarsson hefur í kjölfarið verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss.

Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur starfað í yfir 20 ár sem stjórnandi og setið í stjórn nokkurra fyrirtækja. Hún er með B.A. gráðu í sálfræði frá Florida International University og M.Sc. gráðu í stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá sama háskóla.

Kristján Geir Gunnarsson hefur 20 ára reynslu af stjórnun og starfaði áður meðal annars sem rekstrarstjóri hjá Gerði ehf, framkvæmdastjóri Odda og framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs hjá Nóa Síríus. Kristján Geir er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

„Það er ánægjuefni að bjóða Kristján Geir velkominn til okkar hjá 1912 og að sama skapi sjá Hildi Erlu eflast enn frekar og taka við enn einni áskoruninni innan félagsins. Bæði Ekran og Emmessís standa á spennandi tímamótum og er mikill fengur að fá jafn öfluga leiðtoga til liðs við þann flotta hóp sem fyrir er hjá félögunum. Reynsla þeirra og þekking mun nýtast vel í þeim áskorunum sem fram undan eru,“ segir Ari Fenger, forstjóri 1912, í tilkynningu frá félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK