Skyndibiti og sælgæti gefa vel af sér

Helgi Vilhjálmsson er eigandi KFC á Íslandi auk þess að …
Helgi Vilhjálmsson er eigandi KFC á Íslandi auk þess að eiga meginþorra hlutafjár í Góu-Lindu sælgætisgerð. Sigurgeir Sigurðsson

Hagnaður KFC ehf. nam í fyrra um 415 milljónum króna, og jókst um tæpar 65 milljónir króna á milli ára. Félagið rekur samnefnda skyndibitastaði hér á landi auk þess að reka staði undir merkjum Taco Bell.

Tekjur félagsins námu í fyrra rúmlega 4,3 milljörðum króna og jukust um tæpar 270 milljónir króna á milli ára. Rekstrarhagnaður félagsins nam 476 milljónum króna og jókst um 25 milljónir króna á milli ára. Eigið fé félagsins var í árslok 2022 um 1,6 milljarðar króna.

KFC ehf. mun greiða 65 milljónir króna í arð á árinu, sem er sambærilegt við meðaltal síðustu ára. Félagið er að fullu í eigu Helga Vilhjálmssonar athafnamanns, oft þekktur sem Helgi í Góu.

Helgi er jafnframt stærsti eigandi Góu-Lindu sælgætisgerðar, en þar á hann 94% hlut til móts við dætur sínar. Tekjur félagsins námu í fyrra rúmum 1,4 milljörðum króna og jukust um tæpar 100 milljónir á milli ára. Hagnaður Góu nam 98 milljónum króna og jókst um tæpar 30 milljónir milli ára. Eigið fé var tæpur 1,1 milljarður króna í árslok síðasta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK