Tækifæri felist í íslenskri myndlist

Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar, segir að fólk á …
Jóhann Ágúst Hansen, framkvæmdastjóri Gallerís Foldar, segir að fólk á öllum aldri fjárfesti í myndlist. Árni Sæberg

Mikil tækifæri felast í því að fjárfesta í íslenskri myndlist að sögn Jóhanns Ágústs Hansen, framkvæmdastjóra Gallerís Foldar. Hann segir að Íslendingar hafi verið duglegir að kaupa verk í faraldrinum.

„Íslendingar keyptu gríðarlega mikið af list í covid og hélst eftirspurnin eftir listaverkum mikil fram á þetta ár. En salan hefur minnkað í sumar,“ segir hann.

Tvískipt sala

Jóhann bendir á að salan á málverkum hjá galleríinu sé í raun tvískipt. Annars vegar sé um að ræða uppboð á eldri verkum, til dæmis málverk sem koma úr dánarbúi, og hins vegar selur Gallerí Fold málverk beint frá listamönnum. Jóhann segir að sala á því síðarnefnda hafi dalað það sem af er ári en aftur á móti hafi verið mjög góð sala á listasýningum.

„Þeir listamenn sem hafa haldið sýningar hafa selt mjög vel meðan almenn sala hefur dregist saman.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK