Endurbyggja stærsta ofninn

Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem.
Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri Elkem. mbl.is/Sigurður Bogi

Um næstu mánaðamót hefst endurbygging á stærsta ofni kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundartanga. Fjárfesting félagsins vegna endurbótanna nemur um 1,2 milljörðum íslenskra króna.

Álfheiður Ágústsdóttir forstjóri segir að undirbúningur fyrir verkefnið hafi staðið í töluvert langan tíma.

„Ofninn er 47 megavött en hinir tveir eru 37 megavött. Við erum í raun að undirbúa ofninn fyrir rekstur næstu 15-20 árin. Við erum líka að uppfæra flestallan búnað sem tengist honum.“

Framleiðsla Elkem nýtist í vindmyllur, spenna og rafbíla. „Orkuskiptin, þ.e. umskiptin frá jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn, gerast ekki án okkar.“

Meira má lesa í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK