80 milljarðar í reiðufé í umferð

Þegar 10.000 kr. seðillinn var fyrst kynntur til sögunnar árið …
Þegar 10.000 kr. seðillinn var fyrst kynntur til sögunnar árið 2013 kom hann í átta kössum sem þessum til landsins. Í hverjum kassa voru samtals 500 milljónir, eða í heildina fjórir milljarðar. Á þeim tíma voru á bilinu 40-50 milljarðar króna í umferð. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samtals eru nú tæplega 80 milljarðar króna í reiðufé í umferð hér á landi, en sú upphæð hefur lækkað síðustu ár. Erfiðara aðgengi að reiðufé með fækkun hraðbanka og útibúa er einnig áhyggjuefni og gæti orsakað vandamál ef upp koma rekstrarerfiðleikar með rafræna greiðslumiðlun.

Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Hauks C. Benediktssonar, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika Seðlabankans, á kynningarfundi bankans í morgun.

Haukur fór þar yfir að reiðufé í umferð hafi dregist lítillega saman síðustu ár þegar horft er til nafnvirðis. Þegar upphæðin er sett í samhengi við landsframleiðslu hefur hlutfall reiðufjár í umferð lækkað umtalsvert og er nú um 2,1% og er lágt í alþjóðlegum samanburði að sögn Hauks, en á sama tíma heldur kortanotkun áfram að aukast.

Segir hann að með hagræðingaraðgerðum sínum, sem feli meðal annars í sér fækkun útibúa og hraðbanka, hafi viðskiptabankarnir gert almenningi erfiðara fyrir að nálgast reiðufé. „Þessi þróun er nokkuð áhyggjuefni þar sem hún getur grafið undan þeim möguleika að nota reiðufé sem varalausn ef upp kemur þjónusturof í rafrænni greiðslumiðlun,“ sagði Haukur.

Nefndi Haukur mikilvægi þess að halda uppi greiðslukerfum og að aukið samstarf væri nauðsynlegt bæði til að fyrirbyggja netárásir á fjármálainnviði og til að bregðast við ef árásir valdi skaða.

Í dag eru útibú tæplega 2 á hverja þúsund íbúa og hefur þeim fækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Þá eru rhaðbankar nú rúmlega fimm á hverja þúsund íbúa.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka