Birgitta gengur til liðs við Origo

Birgitta Bjarnadóttir.
Birgitta Bjarnadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Birgitta Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við notendalausnir Origo, þar sem hún mun starfa sem rekstrarstjóri. Hún mun taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo.

Segir þar að Birgitta sé með MBM-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster-gráðu í aðfangakeðjustjórnun frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Birgitta hefur starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár, en síðustu sjö árin hefur hún gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni, ásamt því að sitja í stjórn Danól árin 2021-2022.

Umfangsmikil færni og reynsla

Í tilkynningunni er tekið fram að hún hafi umfangsmikla færni og reynslu af viðskiptum, birgðastýringu og stjórnun.

„Ég er mjög ánægður að fá Birgittu í teymi lykilstjórnenda notendalausna. Hún býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á alhliða fyrirtækjarekstri og hefur gott auga fyrir ferlum, kerfisrekstri og umbótum,“ er haft eftir Jóni Mikael Jónssyni, framkvæmdastjóra notendalausna. 

„Birgitta er bæði vandvirk og getur kafað djúpt ofan í hlutina en að sama skapi fljót að koma sér inn í málin og afkastamikil. Við eigum að ávallt að leitast eftir því að gera betur á morgun en í dag og þar mun reynsla og styrkleikar Birgittu nýtast okkur vel.“

Birgitta Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við Notendalausnir Origo, þar sem hún mun starfa sem rekstrarstjóri (COO). Hún mun taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum. 

Birgitta er með MBM gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, MicroMaster gráðu í Supply Chain Management (Stjórnun aðfangakeðjunnar) frá MIT í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Birgitta hefur starfað á heildsölumarkaði í yfir 20 ár, en síðustu sjö árin hefur hún gegnt stöðu rekstrarstjóra hjá Danól og Ölgerðinni, ásamt því að sitja í stjórn Danól árin 2021-2022. Hún hefur umfangsmikla færni og reynslu af viðskiptum, birgðastýringu og stjórnun.

„Ég er mjög ánægður að fá Birgittu í teymi lykilstjórnenda Notendalausna. Hún býr yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á alhliða fyrirtækjarekstri og hefur gott auga fyrir ferlum, kerfisrekstri og umbótum. Birgitta er bæði vandvirk og getur kafað djúpt ofan í hlutina en að sama skapi fljót að koma sér inn í málin og afkastamikil. Við eigum að ávallt að leitast eftir því að gera betur á morgun en í dag og þar mun reynsla og styrkleikar Birgittu nýtast okkur vel, segir Jón Mikael Jónasson, Framkvæmdastjóri Notendalausna Origo

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka