Eykur við hlut sinn í Eik

Kristinn Magnússon

Kristinn ehf. hefur aukið verulega við hlut sinn í Eik fasteignarfélagi, og á nú 5% hlut beinan í félaginu skv. flöggunartilkynningu sem send var á Kauphöllina í morgun. Þá á félagið um 1,9% hlut í gegnum framvirka samninga.

Kristinn ehf. jók við beinan eignarhlut sinn undir lok síðustu viku. Með 6,9% beinan og óbeinan eignarhlut er Kristinn ehf. sjöundi stærsti eigandi Eikar samkvæmt hluthafalista félagsins.

Kristinn ehf. er fjárfestingafélag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur útgerðarkonu. Markaðsvirði hlutarins í Eik er í dag um 2,8 milljarðar króna.

Hluthafafundur Eikar samþykkti sl. föstudag að ganga til samrunaviðræðna við Reiti fasteignafélag. Þá gildir hækkað yfirtökutilboð Regins í alla hluti Eikar enn, en stjórn Eikar og stærsti hluthafi félagsins höfðu áður lagst gegn tilboðinu. Hluthafar Eikar eiga því nú valkost á því að sameinast annað hvort Reitum eða Reginn, eða halda félaginu í óbreyttri mynd eins og fjallað er um í ViðskiptaMogganum í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK