Skiptir miklu máli að vera samkeppnishæf

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það skipti félagið miklu máli að vera samkeppnishæft við erlend flugfélög.

„Við erum í alþjóðlegri samkeppni og það er ekki bara hagur okkar að vera samkeppnishæf heldur líka hagur fólksins sem hjá okkur starfar,“ segir Sylvía og bætir við að mikilvægt sé að hafa í huga að hagsmunir fyrirtækisins og fólksins sem hjá því starfar fara saman.

„Icelandair er eftirsóttur vinnustaður og við viljum vera það áfram,“ segir hún og bætir við að mikil starfsreynsla og drifkraftur sé fyrir hendi hjá Icelandair.

Fá með jafnháan starfsaldur

„Það eru ábyggilega fá fyrirtæki á Íslandi með jafnháan meðalstarfsaldur og hjá Icelandair. Reynslan sem starfsfólkið býr yfir er mjög mikil. Það sem var eitt af því fyrsta sem ég tók eftir þegar ég hóf störf á rekstrarsviði Icelandair var sú mikla reynsla og þekking sem fólkið okkar býr yfir. Því má bæta við að það eru oft heilu fjölskyldurnar sem starfa hjá okkur.“

Sylvía segir að alþjóðlegur skortur á flugmönnum hafi ekki haft áhrif á Icelandair enn sem komið er. Fyrirtækið fái árlega margar umsóknir um flugmannsstörf.

„Við vorum síðast í síðustu viku með kynningarfund fyrir fólk sem er áhugasamt um að verða flugmenn.“

Lestu ítarlegt samtal við Sylvíu í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka