Telja að leiðrétting sé í kortunum

Truls Nergaard, forstöðumaður norrænna fasteigna hjá Storebrand, og Henrik Bastman …
Truls Nergaard, forstöðumaður norrænna fasteigna hjá Storebrand, og Henrik Bastman sjóðstjóri segja að áhugavert verði að fylgjast með þróun norrænna fasteignamarkaða. Morgunblaðið/Eyþór Árnason

Sérfræðingar hjá alþjóðlega fjármálafyrirtækinu Storebrand segja að líklegt sé að leiðrétting muni eiga sér stað á fasteignamörkuðum á Norðurlöndum. Þeir segja þó erfitt að segja til um hversu umfangsmikil hún verði. Þeir sjá tækifæri í að fjárfesta á þeim mörkuðum um þessar mundir.

„Það fer mikið eftir því hvernig þróun stýrivaxta verður hvað varðar hversu mikla leiðréttingu við munum sjá á þessum mörkuðum. Þróun stýrivaxta fer að sjálfsögðu eftir því hvernig þróunin á verðbólgunni verður. Ég tel að við lifum áhugaverða tíma og það sé í raun fjárfestingatækifæri á næstunni á þessum mörkuðum,“ segir Truls Nergaard, forstöðumaður norrænna fasteigna hjá Storebrand.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK