Auglýsingar á Prime Video

Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt …
Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt verður að greiða aukalega fyrir áskrift án auglýsinga. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Í ársbyrjun 2024 verða auglýsingar á streymisveitu Amazon, Prime Video. 

„Til þess að halda áfram fjárfestingu á spennandi efni og halda áfram að auka langtíma fjárfestingu verða takmarkaðar auglýsingar í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum Prime video frá ársbyrjun 2024,“ sagði í yfirlýsingu Amazon. 

Auglýsingarnar munu fyrst birtast notendum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Síðar á árinu munu þær síðan birtast notendum í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, Mexíkó og Ástralíu. 

Áskrift að Prime Video mun kosta það sama en hægt verður að greiða aukalega fyrir áskrift án auglýsinga. Sú áskrift mun kosta aukalega 2,99 dollara á mánuði í Bandaríkjunum. 

Streymisveiturnar Netflix og Disney+ hafa nú þegar tilkynnt sérstaka áskriftarleið til að losna við auglýsingar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK