Lína 66°Norður og GANNI tilnefnd til verðlauna

Helgi Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, eigendur 66°Norður, voru viðstödd hátíðina …
Helgi Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, eigendur 66°Norður, voru viðstödd hátíðina í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Aðsend

Samstarfslína 66°Norður og danska vörumerkisins GANNI var tilnefnd til dönsku Elle Awards-verðlaunanna sem samstarf ársins. Verðlaunahátíðin var haldin í Kaupmannahöfn á föstudagskvöld.

Um er að ræða þeirra þriðju samstarfslínu sem kom út í vor sem hluti af SS23-línu merkjanna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Línan byggir á fyrra samstarfi og er samflétta af fyrirhafnarlitlum Kaupmannahafnarstíl, sem einkennir GANNI, og íslenskri arfleifð og þekkingu 66°Norður á útvistarfatnaði fyrir hvers kyns aðstæður.

Afgangsefni

Litaval á vörunum er innblásið af íslenskri náttúru, en Ditte Reffstrup, listrænn stjórnandi GANNI, segir Ísland vera einn fallegasta stað jarðar.

Samstarfslínan er framleidd úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum eins og nælon og pólýester. Merkin hafa nú tilkynnt sína fjórðu samstarfslínu sem kemur út 18. október í takmörkuðu upplagi, segir í tilkynningunni.

Helgi Óskarsson og Bjarney Harðardóttir, eigendur 66°Norður, voru viðstödd hátíðina og lýstu mikilli gleði með tilnefninguna og áframhaldandi samstarf við GANNI.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka