Dregur úr hækkun byggingarkostnaðar

Lítillega dregur úr hækkun byggingarkostnaðar milli mánaða ef marka má …
Lítillega dregur úr hækkun byggingarkostnaðar milli mánaða ef marka má vísitölu byggingarkostnaðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lítillega dregur úr hækkun byggingarkostnaðar milli mánaða ef marka má vísitölu byggingarkostnaðar.

Hagstofa Íslands birti vísitölu byggingarkostnaðar í morgun.

Vísitalan hækkar um 0,1% milli ágúst- og september og stendur í 115,6 stigum. Vísitalan hækkaði um 0,3% milli júlí og ágúst.

Kostnaður við innflutt efni dróst saman um 1,6% en kostnaður við innlent efni jókst um 0,8%. Þá jókst launakostnaður um 0,2% og kostnaður við vélar, flutning og orkunotkun um 0,1%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK