Framleiðsluverð sjávarafurða lækkaði um 2,2% í ágúst og framleiðsluverð stóriðju sömuleiðis frá fyrri mánuði. Þá lækkaði framleiðsluverð á matvælum um 0,2%.
Hagstofa Íslands hefur birt vísitölu framleiðsluverðs, sem lækkar um 1,3% á milli mánaða úr 275,2 stigum í 271,6.