Ríkið reki ekki ferðaskrifstofu

Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar.
Þórunn Reynisdóttir forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar. Kristinn Magnússon

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, segist í samtali við Morgunblaðið ítrekað hafa bent á að það skjóti mjög skökku við, og sé ekki skynsamlegt, að ríkið reki ferðaskrifstofu, eins og hún orðar það.

Þar á hún við að fjöldi ráðuneyta og stofnana hafi verið með sérstakan starfsmann sem sér um að bóka ferðalög starfsmanna. Hún segir það ekki þekkjast erlendis að ríkið reki ferðadeildir. Þar sjái ferðaskrifstofur með tilskilin leyfi og tryggingar um þjónustuna.

Lag að bæta úr

Hún bætir við að í ljósi orða fjármálaráðherra um sparnað í ríkisrekstri á næsta ári sé nú lag fyrir ríkið að bæta úr. Ferðaskrifstofur með ferðaskrifstofuleyfi hafi samninga við flest flugfélög um heim allan og séu með bestu yfirsýnina um hagstæðasta verð á hverjum tíma.

Þá segir hún að Reykjavíkurborg sé einnig með marga ferðafulltrúa í fullu starfi.

„Með því að gera þetta sjálfir hver í sínu horni fara opinberir aðilar á mis við bestu kjör sem í boði eru hverju sinni. Þessi vinna verður einsleit þar sem engin þekking eða reynsla er til staðar hjá þessum aðilum,“ segir Þórunn.

Lestu meira um málið í helgarútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK