Heiða og Halla nýjar í framkvæmdastjórn hjá Orkusölunni

Heiða Halldórsdóttir.
Heiða Halldórsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Heiða Halldórsdóttir hef­ur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri sölu- og þjónustu hjá Orku­söl­unni. Hún hefur gegnt stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins síðaðstliðin fimm ár en einnig hefur hún gegnt stöðu sviðsstjóra einstaklingssviðs og hefur setið í framkvæmdastjórn fyrirtækisins síðustu tvö ár.

Samhliða þessu mun Halla Marinósdóttir hefja störf sem stjórnandi á sviði árangurs og umbóta hjá fyrirtækinu.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu, að Heiða muni leiða vinnu Orku­söl­unn­ar við sölu og þjónustu til núverandi og nýrra viðskiptavina ásamt því að leiða markaðsmál fyrirtækisins. Auk þess mun Heiða stýra verkefnum á sviði orkuskipta. Heiða situr áfram í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Halla Marinósdóttir er nýr stjórnandi á sviði árangurs og umbóta …
Halla Marinósdóttir er nýr stjórnandi á sviði árangurs og umbóta hjá Orku­söl­unni. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Halla mun leiða vinnu Orkusölunnar á sviði sjálfbærni, umbóta og gæðamála. Halla mun styðja forstjóra og framkvæmdastjóra félagsins í daglegum verkefnum auk þess að sjá um málefni á sviði mannauðs og lögfræði. Hún mun sitja í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Halla hefur gegnt stöðu öryggis, umhverfis og gæðastjóra fyrirtækisins undanfarin 3 ár.

Um er að ræða nýjar stöður innan Orkusölunnar en fyrirtækið hefur ráðist í skipulagsbreytingar í kjölfar stefnumótunarvinnu. 

Orku­sal­an rek­ur sex vatns­afls­virkj­an­ir á Íslandi, þar á meðal Lag­ar­foss­virkj­un, Skeiðsfoss­virkj­un og Rjúk­anda­virkj­un. Fé­lagið sel­ur raf­orku til heim­ila, fyr­ir­tækja og stofn­ana um allt land á sam­keppn­ismarkaði. Orku­sal­an er dótt­ur­fé­lag Rarik, sem er í eigu Íslenska rík­is­ins. 

Í framkvæmdastjórn Orkusölunnar eru nú þau Andri Teitsson, Halla Marinósdóttir, Heiða Halldórsdóttir og Þengill Ásgrímsson. Magnús Kristjánsson er forstjóri Orkusölunnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK