Launavæntingar gegn verðbólgumarkmiðum

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir líkur á að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé nú að baki. Því ráði ekki síst sú staðreynd að verðbólga fer nú hjaðnandi. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að verðbólgan verði að jafnaði 8,7% í ár, 5,4% á næsta ári og 3,7% árið 2025 sem er þó yfir markmiðum SÍ um 2,5% sem hann segir að séu illsamræmanleg væntingum um launaþróun.

Jón Bjarki segir ánægjulegt að sjá verðbólguna á leið niður en að það skipti ekki síður máli að nú virðist sem peningastjórn Seðlabankans sé tekin að virka. Hann er gestur Stefáns Einars Stefánssonar í Dagmálum í dag ásamt Sölva Sturlusyni sem er viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Íslandsbanka en bankinn stóð fyrir fjármálaþingi í vikunni þar sem ný þjóðhagsspá bankans var kynnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK