Skráðar gistinætur í ágústmánuði voru 1.522.000 sem nemur um 13% aukningu frá sama tímabili síðasta árs. Fjöldi gistinátta á hótelum var 599.200 sem er sambærilegt og frá fyrra ári.
Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 13% úr 1.062.300 í 1.196.000. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 14% úr 284.900 í 326.000 á milli ára.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 808.000 en um 714.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða. Þá er áætlað að um 210.000 erlendur gistinætur hafi verið í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar.
Hótelgisting jókst um 7% á bæði Norðurlandi og Suðurlandi á milli ára en dróst saman í öllum öðrum landshlutum. Hlutfallsleg fækkun gistinátta var mest á Suðurnesjum eða um 7,7%. Fjöldi gistinátta á höfuðborgarsvæðinu var dróst saman um 2,3% frá fyrra ári.
Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 84% af hótelgistinóttum, á meðan gistinætur Íslendinga voru um 16%. Gistinóttum erlendra ferðamanna fjölgaði um 2,4% en gistinóttum Íslendinga fækkaði um 9,7%.
Framboð hótelherbergja í ágúst hefur aukist um 0,9% frá fyrra ári en herbergjanýting dróst saman um 1,2% á landsvísu. Mest dróst nýtingin saman um 4,3 % á höfuðborgarsvæðinu en jókst um 10,4 % á Suðurnesjum.
Gistináttatölur fyrir skráða gististaði koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.