Viðræðum Eikar og Reita slitið

Eik og Reitir hafa slitið viðræðum sín á milli.
Eik og Reitir hafa slitið viðræðum sín á milli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eik fasteignafélag hf. og Reitir fasteignafélag hf. hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en eins og greint hefur verið frá hafa samræður á milli félaganna um mögulegan samruna staðið yfir síðan í lok júní. Eru því aðeins tveir möguleikar eftir fyrir Eik en það er að taka yfirtökutilboði Regins eða að Eik haldi áfram að starfa eitt og sér.

Yfirtökutilboð Regin kemur enn til greina

Ráðgjafar og sérfróðir aðilar hafa greint eignasöfn beggja félaga og umgjörð mögulegra viðskipta. Í ljósi þeirra upplýsinga og samskipta sem liggja fyrir meta aðilar stöðuna þannig að þeir muni ekki, að óbreyttu, ná sameiginlegri niðurstöðu um virðismat og skiptahlutföll milli félaganna sem væri þess eðlis að stjórn Eikar fasteignafélags væri tilbúin til þess að mæla með við hluthafa sína að teknu tilliti til stöðu félagsins á markaði og ítarlegum samanburði á verðmati leigu- og þróunareigna félaganna,“ segir í tilkynningunni.

Eik ítrekar að stjórnin muni áfram leitast við að auka veg hluthafa sinna, halda samtalinu áfram og kanna aðra möguleika til að efla félagið til hlítar. Stjórnin hyggst birta viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu tilboði Regins hf. í allt hlutafé Eikar í síðasta lagi viku áður en gildistími tilboðsins rennur út. 

Reginn hækkaði tilboð sitt í Eik um miðjan september þannig að tilboðsverð fyrir hvern hlut í Eik hefur verið hækkað úr 0,452 hlutum í Regin í 0,489 hluti í félaginu. Mat stjórnar Eikar er að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins þar sem hluturinn er of lítill að þeirra mati. Telur félagið að hluthafar eigi að fá 50,6 prósent hlut í Regin á móti 49,4 prósent hlutfalli hluthafa Regins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka