Brúa bilið milli tveggja eininga

Elín Edda Þorsteinsdóttir, Anton Jónas Illugason, Þórhildur, Atli og Halldór …
Elín Edda Þorsteinsdóttir, Anton Jónas Illugason, Þórhildur, Atli og Halldór í höfuðstöðvum félagsins. Eggert Jóhannesson

Ráðgjafarfyrirtækið Brú Strategy var stofnað fyrir tveimur árum til að brúa bilið á milli stjórnarherbergisins og markaðsmálanna, eins og Atli Sveinsson og Halldór Harðarson, tveir af eigendum fyrirtækisins, og framkvæmdastjórinn Þórhildur Þorkelsdóttir útskýra fyrir Morgunblaðinu.

Þriðji eigandinn, Darri Atlason, er í námi í Harvard-háskóla í Boston en kemur að ákveðnum verkefnum Brúar Strategy.

Ný nálgun

Þau segja nálgun Brúar Strategy nýja á markaðnum hér á landi en hún sé í takt við það sem er að gerast víða utan landsteinanna. Þar hafa sambærileg fyrirtæki sprottið upp á síðustu misserum og árum. „Það er oft til staðar ákveðið tengslaleysi milli þessara tveggja eininga í fyrirtækjum í dag. Ráðgjafarfyrirtæki vinna gjarnan með stjórnum eða framkvæmdastjórnum og auglýsingastofur vinna með markaðsdeildunum. Á milli þessara eininga hefur myndast ákveðið rof. Þar höfum við komið okkur fyrir,“ segir Atli. Hann segir til frekari útskýringar að hin hefðbundnu ráðgjafarfyrirtæki sem sinna stefnumótunarverkefnum skilji starfsemi viðskiptavina sinna mjög vel. Þau þekki tekjumyndunina og hvernig afkoman verði til. Þau hafi þó almennt séð ekki mikla reynslu eða þekkingu af neytendahegðun eða uppbyggingu vörumerkja. Auglýsingastofurnar kunni aftur á móti að byggja upp vörumerki og sinna hefðbundinni ytri markaðssetningu en skilji kannski ekki eins vel daglegan rekstur fyrirtækjanna. Brú Strategy sameinar þessa þekkingu og reynslu. Atli segir að starfsmenn Brúar Strategy hafi mikla reynslu bæði af að vinna á hefðbundnum auglýsingastofum og í stórum fyrirtækjum. Það nýtist vel núna. „Við vitum hvernig þetta virkar og komum inn á sviðið með nýja nálgun sem tengir saman þekkingu á stefnumótun og uppbyggingu vörumerkja.“

Ásamt þessu er Brú Studio mikilvægur hluti starfseminnar. Þar fer hönnun og hugmyndavinna fram í beinum tengslum við stefnumótunina.

Í meistaradeildinni

Brú Strategy nýtur þess að vera í góðu samstarfi við bandaríska markaðsfyrirtækið Golin Group og hönnunarstjóra þess George Bryant. „Hann hefur verið í meistaradeildinni í þessum málum í langan tíma. Við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er vel kunnugur Íslandi.“

Halldór segir vörumerki fyrirtækja gríðarlega verðmæt. Í hnattvæddum heimi, þar sem fólk kaupi vörur bæði heima og frá útlöndum, verði mikilvægið enn meira. Hann segir að vörumerkið sé nátengt stefnu fyrirtækja og hafi áhrif á ímynd og upplifun viðskiptavina. „Fyrirtækin verða að setjast niður og ákveða í hverju þau vilja vera góð. Fyrir hvern eru þau? Skipulag, verðlagning og vöru- og upplýsingatækniþróun helgast af þessari staðsetningu. Þessar ákvarðanir eru því lykilatriði í öllum fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og annars staðar.“

Halldór segir að Íslendingar megi heldur ekki gleyma því hvað ímynd og vörumerki eru mikilvæg í verðmætasköpun þegar kemur að sölu á vörum og þjónustu til útlanda.

Lestu meira um málið í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka