Starfsemi endurskipulögð

Gunnþór Steinar Jónsson, Daníel Árnason og Ágústa Katrín Auðunsdóttir skipa …
Gunnþór Steinar Jónsson, Daníel Árnason og Ágústa Katrín Auðunsdóttir skipa framkvæmdastjórn.

Starfsemi húsfélagaþjónustunnar Eignaumsjónar hefur verið endurskipulögð til að betrumbæta þjónustu við viðskiptavini og mæta nýjum verkefnum og auknum umsvifum. Breytingarnar fela m.a. í sér að starfsemi húsumsjónar er færð undir þjónustusvið og hefur Gunnþór Steinar Jónsson verið ráðinn sem forstöðumaður sviðsins. Þá hefur nýtt skipurit tekið gildi. Til viðbótar við meginsviðin tvö, fjármálasvið og þjónustusvið, eru í skipuritinu fjögur stoðsvið; atvinnuhús, sala og samskipti, þróun og tækni.

Samstilla þjónustu

Daníel Árnason framkvæmdastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að aðalmarkmið endurskipulagningarinnar sé að styrkja þjónustuna. „Með þessum skipulagsbreytingum erum við að samstilla betur þjónustu okkar við hús- og rekstrarfélögin á tveimur meginsviðum, fjármálasviði og þjónustusviði. Fjármálasviðið annast alla þjónustu er snýr að fjármálum en Húsumsjón, sérþjónusta okkar við stærri hús- og rekstrarfélög, og rafbílahleðsluþjónusta fyrir húsfélög færast undir þjónustusviðið, til viðbótar við ráðgjafar-, funda- og þjónustuverkefni,“ segir Daníel í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum sækja fram í góðum verkefnum og bjóða húseigendum hvarvetna krafta okkar,“ bætir hann við.

Spurður um helstu áskoranir á síðustu misserum segir Daníel að ný þörf hafi orðið til með auknum fjölda rafbíla í fjöleignarhúsum. Eignaumsjón hafi þurft að koma henni inn í sína ferla. „Hleðsla rafbíla er orðin hluti af húsgjöldum í sameignum húsfélaga. Við bjóðum upp á þjónustu til að koma rafmagnskostnaðinum inn í gjöldin. Það hefur mælst mjög vel fyrir.“

Annað verkefni sem komið er inn á borð Eignaumsjónar er umsjón með aðgangsstýringum. „Það eru víða komin aðgangskerfi í fasteignir. Utanumhald slíkra kerfa er oft brotakennt og okkar þjónusta gengur út á að halda utan um stýringarnar og kerfin sem eru í notkun.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í helgarútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka