Ójöfnuður í minna lagi á Íslandi

Gini-stuðullinn hér á landi á síðasta ári var 24,2 en …
Gini-stuðullinn hér á landi á síðasta ári var 24,2 en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins var 29,6. Stuðullinn var hæstur í Búlgaríu eða 38,4 og lægstur í Slóvakíu eða 21,2. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ójöfnuður á Íslandi er tiltölulega lítill í evrópskum samanburði ef marka má niðurstöður lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands.

Ójöfnuður er mældur með svokölluðum Gini-stuðli sem er á bilinu 0 og upp í 100 þar sem stuðullinn er 0 ef allir hefðu jafnar tekjur og 100 ef einn maður hefði þær allar.

Gini-stuðullinn hér á landi á síðasta ári var 24,2 en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins var 29,6. Stuðullinn var hæstur í Búlgaríu eða 38,4 og lægstur í Slóvakíu eða 21,2.

Tekjuhæstu heimilin með yfir þrisvar sinnum meira á milli handanna

Þá höfðu 20% tekjuhæstu heimilin 3,5 sinnum hærri ráðstöfunartekjur en 20% tekjulægstu heimilin en tekjumunur á milli hópanna tveggja er meiri þegar ekki er tekið tillit til félagslegrar aðstoðar. Svokallaður fimmtungsstuðull mælir tekjumun milli efsta og neðsta tekjufimmtungs.

Bæði Gini-stuðullinn og fimmtungsstuðullinn hafa tekið litlum breytingum frá árinu 2018. Lægstur var Gini-stuðullinn árið 2018 eða 24,2 en hæstur árið 2020 eða 24,8. Fimmtungsstuðullinn var lægstur árið 2018 eða eða 3,3, en hæstur árið 2020 eða 3,6.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka