Rafræn gjafakort fyrir viðskiptavini Kringlunnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók formlega við fyrsta …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók formlega við fyrsta gjafakortinu í dag Mynd/Aðsend

Kringlan verður fyrsta verslunarmiðstöðin í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt gjafakort fyrir alla verslunar - og þjónustuaðila Kringlunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kringlunni en þar segir að þessi nýja fjártæknilausn frá Leikbreyti geri viðskiptavinum mögulegt að vera með gjafakortið í veskinu í símanum og sjá þar raunstöðu, fá áminningar um að nota kortið og því minni hætta á að fjármunir viðskiptavina Kringlunnar glatist. 

Innleiðing Leikbreytis á Gift-to-wallet kerfi félagsins fyrir utanumhald, sölu og rekstur gjafakorta Kringlunnar er sú stærsta sem félagið hefur gert hingað til.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tók formlega við fyrsta gjafakortinu í dag og verslaði í kjölfarið með nýju gjafakorti Kringlunnar.

Hluti af stafrænni vegferð sem Kringlan er á

Helsti kostur kerfisins er að hægt er að selja og gefa út gjafakortin rafrænt að fullu án þess að viðskiptavinir þurfi að bæta við nýju smáforriti í símann sinn þar sem gjafakortin fara beint í Apple eða Google Wallet. Kerfið er því mun umhverfisvænna þar sem það dregur úr útgáfu plastkorta og umbúða sem áður einkenndu gjafakort. Eins opnar þetta á ný markaðstækifæri fyrir Kringluna til að koma skilaboðum til korthafa um t.d. lengri opnunartíma, viðburði í Kringlunni og áminningar um að nota kortið þegar styttist í að gildistími kortsins ljúki.

„Innleiðing kerfisins er hluti af þeirri stafrænu vegferð sem Kringlan er á og hefur verið í og er þetta mikilvægur þáttur, það sem heillaði okkur ekki síst við Gift-to-wallet var hvernig það skapar ný markaðstækifæri fyrir Kringluna í samanburði við fyrri lausnir, segir“ Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka