Landeldi orðið samkeppnishæft fyrir fjárfesta

Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga.
Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga.

ViðskiptaMogginn veltir m.a. fyrir sér í úttekt á fiskeldi á Íslandi hvað það er sem dregur fjárfesta að greininni. Í kynningu Thor landeldis í Þorlákshöfn eru helstu röksemdir fyrir landeldi þær að laxverð hafi hækkað síðastliðin ár sem og kostnaður í sjóeldi. Landeldi sé orðið samkeppnishæft í framleiðslukostnaði og 7% framboðsaukningu þurfi til að laxverð standi í stað. Þá segir að samdráttur hafi orðið í framboði árið 2022 og hóflegur vöxtur sé áætlaður næstu ár.

Enn fremur er á það minnst að andstaða sé sums staðar við sjóeldi á laxi og ný svæði í heiminum fyrir laxeldi í sjó séu ekki augljós. Þá þurfi nýjar eldisaðferðir til að halda í við eftirspurn eftir laxi. Einnig segir að gott gengi landeldisfyrirtækja á norskum hlutabréfamarkaði hafi aukið áhugann.

Passar við stefnu sjóðsins

„Þessi fjárfesting passar við stefnu sjóðsins, sem snýst m.a. um framleiðslu sjávarafurða. Það er mikil eftirspurn eftir laxi í heiminum og þörf á landeldi til hliðar við sjókvíaeldi. Leyfin til sjókvíaeldis eru takmörkuð auðlind og framboð ekki nægilega stöðugt. Landeldi býður upp á stöðugt framboð þó að framleiðslukostnaður á laxi þar verði hærri þar til ákveðinni stærðarhagkvæmni hefur verið náð,“ segir Kristrún Auður Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri IS Haf fjárfestinga slhf.

Þá segir hún að í landeldi sé framleiðsla jöfn allt árið og geti því svarað kalli markaðarins um stöðugt framboð.

Lestu ítarlega úttekt í ViðskiptaMogganum í gær.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK